top of page

Innleiðing á persónuvernd

Data on a Touch Pad

Við tökum kynningarfund með ykkur og greinum stöðu fyrirtækisins. Þá liggur fyrir hvað fyrirtækið þarf að gera til að innleiða persónuvernd.

Það eru margir kostir við það að hafa persónuverndarmálin í góðum farvegi. Það sýnir viðskiptavinum að ykkur sé annt um persónuupplýsingar þeirra, sem er gott fyrir orðspor ykkar og vörumerki. 

Í innleiðingunni felst greining og vinnsla á viðeigandi verkþáttum. Við útbúum aðgerðaráætlun og aðlögum fyrirtækið að persónuverndarlöggjöfinni.
 

Algengir verkþættir eru:

– Klára vinnsluskrá
– Afla heimilda fyrir vinnslu persónuupplýsinga
– Yfirfara vinnslusamninga
– Útbúa innri persónuverndarstefnu
– Persónuverndaryfirlýsingu
– Verklagsreglur
– Leiðbeiningar um hvernig mæta skuli réttindum
   einstaklinga
– Útbúa öryggisstefnu
– Framkvæma áhættumat og afhenda reglubók
– Fræðsla fyrir starfsfólk
– Fræðslufundur um persónuvernd og öryggisbresti
– Fræðslufundur um réttindi einstaklinga
– Lokaskýrsla og kynning

Við aðstoðum viðskiptavini okkar við tæknilega þætti eins og hreyfanleika gagna og afhendingu á gögnum. Við metum einnig þörf fyrirtækisins á persónuverndarfulltrúa og hvaða þjónustuleið hentar þeim best.

bottom of page